Eins og áður hefur komið fram ætlum við að vera með aðra dekurhelgi á Hótel Flúðum 15-16 október.
Við höfum vandað dagskránna fram í fingurgóma og settum saman helgi sem okkur dreymir allar um að upplifa.
Meðal þeirra góðu kvenna sem ætla að vera með okkur á helginni er Jóna Björg Sætran menntunarfræðingur, markþjálfi, Feng Shui ráðgjafi og stofnandi Námstækni ehf. en hún flytur fyrirlestur sem hún nefnir Blómstraðu og njóttu þín í orkuflæðinu!
Jóna Björg ætlar að fjalla um hvernig við getum staldrað við í annríki dagsins til að hlúa að okkur sjálfum.
„Allt er orka, jafnt innra með okkur sem í umhverfinu. Það hvernig okkur líður getur haft mikil áhrif á allt sem við gerum – en getur líka stjórnað því hvað við látum ógert. Velgengni byggir á vellíðan, við þurfum að vinna að okkar eigin markmiðum, gera það sem stendur hjarta okkar næst. Sýna sjálfum okkur virðingu og væntumþykju.“
Jóna Björg kemur líka inn á Feng Shui fræðin um það hvernig við getum nýtt orkuflæðið betur heima hjá okkur og fjallar þá sérstaklega um orkuflæðið í svefnherberginu.
Þetta verður vel pakkaður fyrirlestur og um að gera að hafa með sér glósubók og penna – þú vilt ekki missa af þessu!
Lestu meira um dagskrá helgarinnar HÉR og bókaðu ykkur vinkonurnar HÉR.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.