Mig hefur alltaf dreymt um að eignast töfraskó. Skó sem láta mig hlaupa hraðar og lengra en ég hélt ég gæti gert og gott ef draumurinn rættist ekki bara í sumar.
Þá fékk ég nýja ‘töfrahlaupaskó’ sem kallast Pegasus og eru frá NIKE. Það sem gerir þessa hlaupaskó frábæra er að inni í þeim er pláss fyrir litla flögu, og flagan talar við bæði iPhone símann og iPodinn minn!
Þegar ég svo fer út að ganga eða hlaupa með hundinn eða bara ein í morgunkyrrðinni, telur litla flagan skrefin sem ég hleyp, lengdina sem ég fer, merkir leiðina og mælir hitaeiningarnar sem ég brenndi – svo fátt eitt sé nefnt!
Þessu hleð ég svo upp á Nike Plus á netinu en það er sérstök heimasíða sem heldur utan um mín persónulegu afrek á hlaupasviðinu. Ekki nóg með það heldur segir hún mér líka hvernig ég er að standa mig, samanborið við t.d. konur á mínum aldri og aðra hlaupara. Svo má alltaf búa til keppni:
Strákar á móti stelpum
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=upuoJ7lTsTs[/youtube]
Á Nike Plus get ég einnig tengt mig við Facebook og þar get ég montað mig opinberlega af hlaupaafrekum mínum – og vonandi virkað svolítið hvetjandi á vinkonurnar. Síðan gefur mér einnig möguleika á að setja mér markmið í hlaupunum, annaðhvort að hlaupa oftar, hraðar eða lengra og svo heldur hún utan um skráninguna með hjálp tækninnar.
Tónlistin er líka mikilvægur hluti af þessu öllu en best er að setja saman playlista sem örva hlaupagikkinn í manni og lætur mann langa að fara lengra og hraðar. Playlistinn kemur svo inn í Nike Plus forritið og saman keyrir þetta mann áfram.
Gæti ekki verið betra…
Ég hef aldrei verið neinn sérstakur hlaupagikkur en eftir að ég fékk þennan frábæra útbúnað hefur það aukist til muna. Það er svo gott að hafa þetta aðhald sem forritið veitir og enn betra að geta fylgst með árangrinum í tölvunni.
Hlaup og gönguferðir eru líklegast ódýrasta líkamsrækt sem nokkur maður getur stundað og það sem betra er, þú getur gert þetta hvar og hvenær sem er… svo lengi sem þú ert ekki stödd í South Compton hverfinu í Los Angeles 😉
Hlaupaskór frá Nike sem innihalda svona flögu er ekki mikil fjárfesting þegar til lengri tíma er litið. Skórnir kosta kannski í kringum 20.000 kr og á stuttum tíma ertu búin að borga upp það sem þú hefðir t.d. eytt í áskrift að líkamsræktarstöð sem maður fer svo jafnvel aldrei inn á… ha?
HÉR útskýrir Bandarísk kona fyrir okkur hvernig þetta virkar. Athugaðu bara að myndbandið er síðan 2010 þannig að útlit Nike + síðunnar hefur breyst OG þú þarft ekki sportbandið, nema þú viljir.
Hlauptu nú kona, hlauptu!…
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=iozZTJB2XOw[/youtube]
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.