Ef það verður ekki stórt endorfínský yfir miðbænum á Laugardaginn þá veit ég ekki hvað! Það hafa SJÖÞÚSUND manns skráð sig í Reykjavíkurmaraþonið en væntanlega eiga enn fleiri eftir að slást í hópinn þar sem margir skrá sig á síðustu mínútunni.
Að sjálfsögðu ætla ég að skella mér í hlaupið og taka 10K! Við systurnar ætlum að fara merktar bak og fyrir með það að markmiði að skemmta okkur konunglega og standa í skýinu að hlaupi loknu.
Þeir sem eru að undirbúa sig undir hlaupið eru væntanlega að passa upp á næringuna svona síðustu dagana fyrir hlaup og taka létt skokk með lítilli áreynslu til að minna líkamann á hvað hann er að fara gera á Laugardaginn.
Eitt af því sem er partur af undirbúningnum er tónlist, en margir hafa vanir sig á það að vera með dúndrandi tónlist í eyrunum, aðrir eru nýfarnir að hlaupa og eru að leita að lögum.
Hér eru nokkur dæmi um hlaupalög sem ég hleyp með, en það má segja að ég hafi almennan tónlistarsmekk og svo hlaupatónlistarsmekk og æsist öll upp ef ég heyri hlaupalag í útvarpinu og fer næstum því af stað ósjálfrátt þó ég sé bara heima að vaska upp.
Málið er nefnilega að hafa ágætlega hraðan og hressan takt.
Smelltu á lag til að hlusta 😉
- Lady Gaga – Poker Face
- House Mafia – Let the Beat
- Don’t Joke With Fire – Eurodance
- Candee Jay – Lose this feeling
- Junkfood junkies vs. peran good times
- Katy Perry – Hot N Cold
- Alina – When you leave
- Basshunter – Walk on water
- T2 – Butterflies
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.