Hér kemur hinn fullkomni heilsumatseðill. Það má mixa og stokka upp því sem er á seðlinum, mundu bara að hafa grænmetið í öndvegi. Maturinn á þessum seðli á það sameiginlegt að hægja svolítið á einkennum elli-kerlingar og vera sérlega heilsubætandi.
Litríkir ávextir og grænmeti, góð fita, rauðvín og grænt te ásamt heilkorni eru meðal þess sem hressa bæði sál og sinni og þar sem rannsóknir hafa sýnt fram á að það borgar sig almennt að borða minna en meira eru hitaeiningarnar yfir daginn í kringum 1.700 á þessum matseðli á móti 2000 sem er hinn hefðbundni skammtur. Hér tekið mið af konu sem hreyfir sig og er í kringum 30 ára en athugaðu að því eldri sem við verðum því færri hitaeiningar duga til að halda okkkur góðum yfir daginn (og mör af mjöðm).
Veldu millimáltíðir eða máltíðir af þessum matseðli á hverjum degi út vikuna og þér mun strax líða betur á sál og líkama. Mundu svo að drekka nóg af vatni yfir daginn og það er gott að sleppa kaffi, ef maður getur.
Morgunmatur
- 250 gr hrein jógúrt með hálfum bolla af blönduðum berjum (hægt að kaupa frosin eða þurrkuð). Bolli af grænu te.
- 1. sneið ristað heilkornabrauð (t.d. sólkjarna eða Delba) með 2 matskeiðum lífrænu hnetusmjöri, 3/4 bolli jarðarber.
- 3/4 bolli trefjaríkt morgunkorn (t.d. All Bran) með bolla undanrennu og hálfum banana.
Millli mála (tvisvar á dag)
- 160 gr popp (heimapoppað) með 2 msk af parmesan osti.
- Lítil samloka: 1 sneið heilkornabrauð með fitulitlum osti og teskeið af Dijon sinnepi eða öðru sinnepi. Bolli af bláberjum.
- 3 Grahams kex með fitulitlum smurosti og 1/4 bolla af berjum.
- 1 msk af hnetusmjöri á hrökkbrauð með bolla af íste (ávaxtate með klaka).
Hádegismatur
- Salat með tómötum, gulrótum, rauðkáli (fersku), baunum, rauðum baunum, edamame baunum og möndlum, blandað saman með msk af ólífuolíu og balsamic ediki; ein plóma, 250 ml sódavatn blandað með granateplasafa og smá lime.
- Samloka með kalkúnakjöti (áleggi), spínatlaufum, 2 sneiðar af tómat og sinnep. Notum heilkornabrauð. Rauð vínber og bolli af grænu te.
- Eggjakaka úr 4 eggjahvítum með spínati, rauðri papriku, sneið af fitulitlum osti og lítið pítubrauð úr heilhveiti. Tómatar og 1/4 bolli lárpera ásamt 3/4 bolla af berjum í eftirrétt.
Kvöldverður
- 120 gr grillaður lax, alfaalfa spírur, salat og lítil bökuð kartafla (t.d. sæt) ásamt glasi af rauðvíni.
- 150 gr túnfiskssteik og 1/2 bolli heilhveitipasta hrært með 1/2 bolla brokkolí og hvítlauk í 1 msk af ólífuolíu. Salat með einni matskeið af söxuðum peacan hnetum og matskeið af söxuðum, þurrkuðum trönuberjum blandað með matskeið af ólífuolíu. Serverað með glasi af rauðvíni og hálfu greip í eftirrétt.
- Grænmetisborgari í heilhveitibrauði: 1/3 bolli af brúnum hrísgrjónum; 1/3 bolli af baunum; 1 bolli gulur og grænn kúrbítur, léttsteiktur, 1/4 rifin gulrót, 1. msk saxaðar valhnetur, salatblað og 1/2 bolli skorið epli í eftirrétt. Serverað með glasi af góðu rauðu víni.
Prófaðu að fara eftir þessu í eina viku og sjáðu hvað gerist! 🙂 Ein lítil vika er fljót að líða og -auðvitað tökum við þetta bara einn dag í einu.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.