ESPN er stærsta og vinsælasta íþróttaveldi Bandaríkjanna þegar kemur að umfjöllun um íþróttir þar í landi.
Árlega gefa þeir út „The Body Issue“ þar sem að íþróttamenn afklæðast og sitja fyrir naktir en í ár situr hin 23 ára gamla Oksana Masters róðrakona fyrir en hún keppir fyrir hönd Bandaríkjanna á Ólympíuleikum fatlaðra sem hefjast þann 29. ágúst næstkomandi.
Oksana er fædd í Úkraínu en þar ólst hún upp á munaðarleysingjarhæli. Hún fæddist með fætur en þeir voru svo afmyndaðir eftir að hafa orðið fyrir geislavirkum úrgangi að það þurfti að fjarlægja þá.
Oksana ólst upp í mikilli fátækt og segir hún sjálf að hún geti lifað dögum saman án þess að borða, það þurfti hún að gera þegar hún bjó á munaðarleysingjarhælinu.
Að hennar sögn getur hugurinn varið sig gegn hungri og þú hættir að lokum að spá í því að þú sért svöng. Þetta hefur gert það að verkum að meltingin hjá henni og sambandið við mat er orðið heldur erfitt, svo erfitt að hún á verra með þetta en að vera án fótleggja.
Íþróttakonan var ætleidd sjö ára gömul en þegar hún var í áttunda bekk fóru hún og mamma hennar í fyrsta sinn út á vatn að róa. Þá segist hún hafa orðið ástfangin af vatninu og eftir það hefur hún ekki sleppt árunum. Er búin að æfa stíft fyrir Ólympíuleikana eða sex daga vikunnar ásamt félaga sínum Rob.
Oksana er afar spennt fyrir Ólympíuleikunum og segir að sér líði eins og litlum krakka sem hlægi sífellt og skríki af spenningi.
Flott stelpa hér á ferð sem sýnir það og sannar að allt er hægt ef að viljinn er fyrir hendi.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig