Flest þekkjum við einhvern sem hefur greinst með krabbamein og er það sjúkdómur sem við þekkjum mörg því miður of vel. Ég missti afa minn úr krabbameini þegar ég var fjögurra ára en hefði svo sannarlega viljað hafa hann lengur hjá mér.
Krabbameinsfélagið stendur fyrir árlegu heilsuhlaupi og í ár verður hlaupið á morgun, þann 31 maí.
Hlaupið er haldið á reyklausa deginum og er það vel í anda Krabbameinsfélagsins. Hvort sem þú ert byrjandi eða lengra kominn hlaupari er tilvalið að skella sér í þetta hlaup til að styðja við og styrkja gott málefni.
Valið stendur á milli tveggja vegalengda: 10 km. hlaup eða 3 km. skokk/ganga og ræst verður frá húsi Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8 í Reykjavík.
Nánari upplýsingar um hlaupið má finna hér og forskráning í hlaupið er hér.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig