Undanfarið hefur það færst í vöxt að hægt sé að nálgast allar máltíðir dagsins í einum fullkomnum poka. Margir veitingastaðir og heilsuspekúlantar bjóða upp á slíkt, m.a. Ginger, Gló, Happ, Shape, Pakkinn og nú síðast MatAskur.
Með þessum hætti er maður í sjálfu sér að lifa drauminn um að hafa sinn eigin einkakokk líkt og stjörnurnar í Hollywood og ekki að undra hversu kærkomin þessi lausn hefur verið mörgum uppteknum íslendingum sem vilja efla og halda í góða heilsu og vera í góðu formi.
Í gær og fyrradag prófaði ég svona matarpakka hjá nýju fyrirtæki – MatAski og verð að gefa þeim bestu einkun enda maturinn einstaklega ljúffengur og fjölbreyttur. Hér er það sem var á matseðlinum dagana tvo.
ÞRIÐJUDAGUR:
- Morgun: Grófkornaður grautur úr korni og byggi. Með þessu fylgdi lýsi.
- Milli mála: Döðlu og valhnetublanda. Ótrúlega gómsætt snakk sem ég á eftir að borða meira af. Bara passa sig að fá sér ekki of mikið.
- Hádegismatur: Fylltar paprikur með sveppum, fetaosti, hýðishrísgrjónum ásamt sveskju og döðluchutney, tómata og agúrkusalati.
- Milli mála: Safapressaðar gulrætur, perur og engifer frá Cafe Sigrún.
- Kvöldmatur: Dásamlega ljúffeng mexíkósk tómata og kjúklingasúpa með sýrðum rjóma og osti.
MIÐVIKUDAGUR:
- Morgunmatur: Geggjaður hafragrautur með banana og hnetusmjöri, döðlum, fræjum og kanil.
- Milli mála: Apríkósu og valhnetublanda.
- Hádegi: Mexíkó ýsa með grænmeti og byggi.
- Milli mála: Safapressað epli, kiwi og engifer.
- Kvöld: Heilhveiti/Grænmetislasagna með parmesan.
Nammi namm!
Það sem gerir þjónustuna hjá MatAski sérstaka er að hver og einn matarskammtur er mældur út frá hæð og þyngd viðkomandi einstaklings og hvort markmiðið er að léttast eða þyngjast. Það er út frá þessu sem ‘askurinn’ kemur inn í myndina en í gamla daga átti hver og einn sinn ask miðað við aldur, kyn og stærð. Þannig áttu börnin litla aska, konurnar stærri en börnin og stóru karlarnir voru með stóra aska.
Stærðir HeilsuAska eru fjórar; 1500, 1800, 2100 og 2400 hitaeiningar. Lestu meira um það HÉR.
Næringarfræðingar og einkaþjálfarar veita viðskiptavinum persónulega aðstoð á netspjallinu á heimasíðu MatAsks en það opnaði formlega í fyrradag og matinn er hægt að nálgast á sjö stöðum í borginni sem gerir þetta afar hentugt. Sjálf kom ég við á Stöðinni á heimleiðinni og náði í minn HeilsuAsk en með í pokanum fylgdi lítið blað þar sem matseðillinn var útskýrður með hitaeiningafjölda og fleiru. Þetta þótti mér plús því það er alltaf gaman að vita nákvæmlega hvað maður er að fara að borða.
Virkilega góður matur sem veitir andlega og líkamlega vellíðan og verðið á góðu róli líka en heill dagur í 1500 he HeilsuAski kostar um 3500 krónur.
Ég óska eigendunum þeim Borghildi Sverrisdóttur (einkaþjálfari með BA í sálfræði) og Jóhanni Bjarna Kjartanssyni til hamingju með þetta nýja fyrirtæki og góða frammistöðu.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.