Heilablóðfall er með því alvarlegra sem hent getur manneskju. Því fyrr sem manneskja kemst undir læknishendur eftir að fá heilablóðfall, þeim mun betri líkur eru á bata.
En því miður er mjög erfitt að greina heilablóðfall, og oft getur eitthvað sem lítur út eins og venjulegur klaufaskapur eða slen verið heilablóðfall. Á netinu las ég sögu um konu sem varð fyrir því í partýi að detta og sagði hún að hún hefði hrasað um múrstein. Klukkan 6 morguninn eftir var konan látin úr heilablóðfalli.
Það er mjög auðvelt að skera úr um það hvort manneskja sé að upplifa heilablóðfall, kunni maður að leita eftir einkennum.
Það eru þrjú atriði sem geta ákvarðað hvort heilablóðfall eigi sér stað:
1. Brosa: Biðjið viðkomandi um að brosa
2. Tala: Biðjið viðkomandi að mynda venjulega setningu eins og “mikið er veðrið gott í dag”
3. Upp með hendur: Biðjið viðkomandi að lyfta höndum beint upp í loft
Ef manneskjan á í vandræðum með eitthvað af þessum þremur atriðum, hringið tafarlaust í neyðarlínuna og útskýrið aðstæður. Með því að vera með þessi þrjú atriði á hreinu gætuð þið hugsanlega einhverntímann bjargað lífi einhvers!
Verum vakandi, elskum og komum til hjálpar!
Hrafnhildur, eða Krummi, er mamma, förðunarfræðingur, leikkona, kærasta, systir, dóttir, handverkskona og listakona svo fátt eitt sé nefnt. Ung flutti hún frá Sauðárkróki til Reykjavíkur þar sem hún lærði förðunarfræði en seinna flutti hún til Alabama, USA þar sem hún lærði leiklist. Eftir nokkur ár í Bandaríkjunum lá leið hennar aftur til Sauðárkróks og hún er því rödd landsbyggðarinnar á meðan pjattrófa. Hrafnhildur er fædd 21. febrúar árið 1980 og er fiskur.