Við höfum hingað til ekki fjallað mikið um dömubindi á þessari síðu en ef það ætti einhversstaðar að skrifa um þetta þarfaþing þá er það örugglega hjá okkur.
Always dömubindin eru þau langvinsælustu á landinu en þau hafa verið framleidd síðan 1983. Árið 1990 komu Always Ultra bindin á markað, en þau voru bæði mun þynnri en áður hafði þekkst og veittu einnig meiri rakavörn.
Nýlega kom á markaðinn konuvara sem vakti forvitni okkar. Um er að ræða nýja línu af bindum frá Always sem heita Silk Collection en með þessari línu vill framleiðandi bjóða okkur upp á lúxus þar sem við eigum síst von á því. Sannarlega á enginn von á því að fara á lúxus-blæðingar 😉 og við tengjum þetta ástand síst við glamúr en eins og sjá má á þessari auglýsingu á klárlega að bæta úr því.
Skemmtilegur húmor…
[vimeo]http://vimeo.com/58982079[/vimeo]
Always Silk Collection bindin eru öll með mjúku yfirlagi og umbúðirnar eru allar endurlokanlegar með borðum en þrjár nýjar týpur eru í boði:
- Silk Collection með bleiku slaufunni, er alveg án ilmefna (normal & long).
- Silk Collection með bláu silkibandi er með ferskum Angel Love ilm (normal & long) – inniheldur ActiePearl tæknina sem eyðir lykt.
- Silk Collection með grænu silkibandi er með sérpökkuðum hreinlætisklút (normal) – inniheldur einnig ActiePearl tæknina sem eyðir lykt.
Þetta er góð viðbót í annars fínt vöruúrval frá Always en við mælum þó sérstaklega með týpunni sem inniheldur hreinsiklútinn, frábært að hafa hann með í pakkanum þegar þessir dagar standa yfir. Sérstaklega á sumrin þegar konur eru mikið á ferðinni.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.