Hún er eitt fjölmargra fórnarlamba anorexia nervosa, eða lystarstols, en Nana Karagianni var fyrrum einn ástsælasti blaðamaður Grikkja.
Hún var áður módel og hafði nóg að gera sem slík. Hún snéri sér svo að blaðamennsku og einnig var hún kynnir í hinum ýmsu þáttum í grísku sjónvarpi. Að vera fræg og stöðugt undir vökulum augum almennings gerði það að verkum að Nana fór að hugsa of mikið um eigið útlit og aðalega þyngdina. Það er sagt að myndavélin bæti á kílóum þegar þú ert í útsendingu og hafði hún miklar áhyggjur af því svo hún setti sjálfa sig undir gríðarlega pressu.
Ávallt í megrun og stöðugt að hugsa um útlit líkamans gekk hún of langt og nú, eftir áralanga baráttu við anorexiuna sem hún fékk eftir mikla megrunarkúra og æfingar til að vera grönn að þá er hún óþekkjanleg. Í dag vinnur hún í útvarpi og berst af krafti við sinn illvíga geðsjúkdóm en meira að segja þó hún sé ekki lengur fyrir framan myndavélarnar eða undir vökulu auga áhorfandans þá er baráttan erfið.
Þessar myndir af fjölmiðlakonunni eru tiltölulega nýjar og það er hræðinlegt að sjá hvað hún er búin að gera líkama sínum. Hún var gullfalleg ung kona í blóma lífsins og hafði allt til alls nema kannski næginlega gott sjálfstraust.
Svona er þessi bölvaði sjúkdómur. Hann kemur aftan að þér og þegar hann hefur tekið yfir andlega að þá verður erfitt að snúa til baka. Allt of margar ungar konur og menn deyja ár hvert úr anorexiu eða lystarstoli.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.