Hefur þú prófað að drekka grænt te? Flestir þeir sem byrja á því að drekka grænt te, minnka kaffi- og gosdrykkju til muna.
Þú getur nefnilega gert gott sódavatn úr grænu te með því að að kæla það niður og blanda sódavatni út í og þú færð ferskan og hressandi svaladrykk! Um leið og maður gerir svona eina litla breytingu getur margt fylgt í kjölfarið. Hversvegna ekki að láta betri heilsu byrja með bolla af grænu te?!
Það eru margar góðar ástæður fyrir því að drekka grænt te m.a. inniheldur það mikið magn andoxunarefna sem veitir góða vörn gegn bakteríusýkingum. Það stuðlar að styrk liðamóta og styrkir beinin. Það dregur úr bólgum sem er mjög jákvætt. Lækkar kólesteról og eykur efnaskiptahraðann sem er eftirsóknarvert til að auka brennsluna okkar 🙂
Og hvaða græna te er nú best ?
Í heilsuhúsum er til gott úrval en svo fæst líka mjög vinsælt grænt te í öllum helstu matvöruverslunum sem heitir Acti green. Pukka og Yogi Te eru líka alltaf að koma með nýjungar.
Það er alveg þess virði að prófa og sjá hvort þú finnir einhvern mun á þér ef þú ert orkulaus og vantar eitthvað til að hressa þig við að taka grænt te í staðinn fyrir kaffi.
Grænt te er líka notað í kalda hristinga eins og þennan sem ég prófaði og hressti mig vel við.
Þú færð bæði orku og finnur fyrir vatnslosandi áhrifum
Spínat-kókosdrykkur
250 ml kókosvatn
1 lófi spínat
1 ferskur myntustöngull
1 grænt te, duft frá Akti green, fæst í öllum matvörubúðum
2-3 cm engifer
Kreista 1/2 sítrónu eða lime út í
Klaki og allt í blandara, hrikalega fersk og gott.
Endilega prófaðu grænt te hvort sem er yfir daginn, út í boozt eða á morgnanna. Þú finnur eflaust mun á orkunni. Passaðu bara að drekka það ekki of seint á kvöldin því það inniheldur koffín.
Guðbjörg er iþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands. Hún hefur verið í líkamsræktarbransanum frá því árið 1989. Alltaf tilbúin að taka að sér krefjandi verkefni. Haldið ýmis þjálfaranámskeið fyrir þolfimikennara og einkaþjálfara auk þess að vera stundakennari við HR íþróttafræði. Undanfarin 19 ár hefur hún starfað með Agústu Johnson en nú hefur hún stofnað sitt eigið fyrirtæki, G fit heilsurækt og elskar að taka þátt í vellíðan fólks og upplifa árangur í líkamsrækt. Guðbjörg á skilningsríkan eiginmann og þrjú yndisleg börn.