Núna er vetur konungur á næsta leiti og því gott að vera undirbúin undir það sem koma skal.
Frostið og kuldann sem því fylgir. Snjórinn og síðast en ekki síst flensurnar. Þær eru víst fastur liður eins og alla aðra vetur. Ég á handa þér smá ráð í pokahorninu sem svínvirkar á hálsbólgu. Ef þú vaknar með særindi í hálsi gerðu þá eftirfarandi :
- Hitaðu vatn
- 2 teskeiðar hunang
- 2 teskeiðar af ediki
- dass af kanil
- …og kreistu hálfa sítrónu út í
Hrærðu þessu vel saman og voila! – þér fer að líða betur í hálsinum eftir skamman tíma.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.