Nýjasta hasstag trendið á netinu er #transformationtuesday / þriðjudagar eru breytingardagar en hér er samantekt mynda sem hafa verið merktar með þessu hasstaggi og sýna aðrar breytingar en stæltari kroppa og nýjan háralit.
Þetta eru nefninlega fyrir og eftir myndir af fólki sem þjáðist af lystarstoli en fékk síðar bata. Kíktu á myndinar sem hafa verið ‘viral’ á nokkrum vefmiðlum síðustu daga. Það er magnað að sjá hvað þessi andlegi sjúkdómur getur leikið fólk grátt og hvernig er svo hægt að ná bata.
***
Rachel var með anorexíu í fjögur ár en í dag vinnur hún ötullega að forvarnarstarfi gegn sjúkdómnum í samvinnu við móður sína. Rachel segir að myndir af ‘fullkomnum’ konum í fjölmiðlum hafi haft þessi áhrif á hana en áherslan sem hún vinnur sérstaklega að er að fjölmiðlar dragi stórlega úr því að nota photoshop til að breyta útliti kvenna á myndum.
Brittany var þybbinn sem unglingur og barn þar til hún fékk átröskun og neytti aðeins 600 hitaeininga á dag, alla daga. Hún heldur í dag úti bloggi sem miðar að því að vinna gegn þessum sjúkdómi og lifa heilsusamlegu lífi.
Kate fékk átröskun þegar fyrrum kærasti hótaði að hætta með henni ef hún myndi bæta eitthvað á sig. Hún ætti með honum á endanum og byrjaðii með öðrum sem hvatti hana tila ð lifa heilsusamlegu lífi. Svo keypti hann fyrir hana brúðarkjól sem var tveimur númerum of stór. Hún fór aftur að borða eðlilega og passaði að lokum í kjólinn. Fljótlega varð hún ólétt og eignaðist litla stelpu.
Þessi stelpa sem lætur ekki nafns síns getið er sirkuslistamaður sem áttaði sig á því að sjúkdómurinn myndi á endanum koma í veg fyrir að hún gæti stundað list sína. Hún gerði viðeigandi breytingar og er núna sterkari, heilbrigðari og betri í sinni list.
Harriet barðist við átröskun í mörg ár og varð á endanum svo létt að hún myndi deyja ef hún ynni ekki ötullega að bata sínum. Hún gerði breytingar, fékk hjálp og er núna á kafi í hlaupaíþróttinni. Fullfrísk.
Antonia tók fyrri Instagram myndina á spítalanum þar sem hún hóf í meðferð við anorexíu. Hún heldur áfram að leyfa fólki að fylgjast með batanum á instagram þar sem hún breiðir út boðskap þess að lifa heilsusamlegu lífi og nærast rétt.
Þessi stelpa á Reddit sagðist hafa fengið átröskun út frá þörf sinni til að hafa stjórn á einhverju í eigin lífi. Hún fékk stuðning frá vinum og fjölskyldu og hefur náð sér á strik.
Jo var aðeins 11 ára þegar hún greindist með kvíðaröskun og lystarstol. Þegar hún var 17 ára var hún nær dauða en lífi af völdum átröskunar og var ekki hugað líf lengur en nokkra daga. Hún var á gjörgæslu og var hjúkrað til heilsu. 17 ára fór hún að vinna á McDonalds í þeirri von að með því að horfa á annað fólk borða myndi hún ná sér á strik. Þetta virkaði hjá henni og í dag er hún heilbrigð, tveggja barna móðir í hjónabandi en eiginmanninn fann hún á McDonalds líka.
Hayley var lengi inn og út af sjúkrastofnunum enda mjög illa haldin af lystarstoli til lengri tíma. Móðir hennar náði á endanum að hjálpa henni og Hayle fæddi ungan, heilbrigðan strák. Hún segist aldrei munu vilja stofna eigin lífi eða lífi drengsins í hættu aftur.
Stress í skólanum varð til þess að Matthew þróaði með sér átröskun sem varð svo alvarleg að hjarta hans hætti meira að segja að slá á einum tímapunkti. Þegar hann áttaði sig á hvað mamma hans varð hrædd um hann ákvað Matthew að gera viðeigandi breytingar og er núna heilbrigður og hress ungur maður sem fer í ræktina og leggur sig fram um að passa vel upp á heilsuna.
Meg sagði ekki foreldrum sínum frá átröskun sinni fyrr en á síðasta ári í menntaskóla. Hún fór í kjölfarið að hitta geðlækni sem ráðlagði henni að leggjast inn á spítala í eitt ár en Meg ákvað heldur að vinna að bata sínum með næringarfræðingi og gerir enn. Hún hefur ekki sleppt úr einni máltíð í sex ár.
Heather fann lausnina í Disneylandi af öllum stöðum. Hún sat á veitingastað og gerði sér allt í einu ljóst að enginn á staðnum væri að hugsa um hennar erfiðleika eða vandamál. Þetta gaf henni styrk svo hún pantaði sér pizzu og át með bestu lyst. Í kjölfarið ákvað hún að njóta þess að borða og hefur mikið heilbrigðari viðhorf til lífsins og eigin líkama.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.