Þú veist að spínat er ofurfæða og það er rosalega gott að setja spínat út í blenderinn á morgnanna með fleiru grænu og smá ávöxtum í bland.
Fyrir okkur sem borðum mikið spínat getur verið snjallræði að kaupa það frosið í staðinn fyrir ferskt því það fer auðvitað brakandi ferskt í frystinn og dreifist svo spriklandi af vítamínum í drykkinn þinn.
Ef þú kaupir frosið spínat færðu líka mikið, mikið meira magn fyrir umtalsvert lægri upphæð.
Frosna spínatið er með öðru grænmeti í frystiborðinu og þú getur víst fengið það lífrænt í Fjarðarkaupum skilst mér.
Ég mæli með að þú prófir. Settu…
- 3 bita af frosnu spínati
- smá grænkál (ef þú vilt)
- 1/2 avocado
- 1/2 appelsínu
- safa úr 1/2 lime
- 2 cm engiferbút
- 330 ml Heilsusafa frá Floridana
- 1/2 appelsínu
- Hör og chiafræ (ef þú vilt)
…í blenderinn þinn á fullt blast og njóttu þess að sötra þennan ferska, bragðmikla og nærandi drykk í morgunsárið.
Líkaminn, meltingin, blóðrásin og roðin í kinnunum mun þakka þér.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.