Í dag, þriðjudag, er frítt í tíma í nýju heilsulindina á Hótel Loftleiðum sem heitir Sóley Natura Spa.
Í Sóley Natura Spa er boðið upp á margar af mest spennandi fegurðar- og nuddmeðferðum landsins, ásamt jóga og hugleiðslu, líkamsskrúbbi og ótal mörgu öðru.
Þar er líka boðið upp á tíma í margskonar jóga, hlaupanámskeið, vatnsleikfimi, fljótandi hugleiðslu STOTT PILATES og miðjustyrkingu.
Ég skellti mér með góðri vinkonu í jógatíma með Begga. Þetta var ljúfur og notalegur jógatími sem hentar byrjendum mjög vel. Salurinn sem jógakennslan fer fram í er einstaklega þægilegur, stílhreinn en hlýlegur með flottu “mosa-veggfóðri” sem maður getur gleymt sér í og séð allskonar mynstur og verur ef maður lætur hugann reika.
Ég mæli með að þið kíkið í frían tíma á morgun og kynnið ykkur spennandi námskeið og þjónustu sem eru í boði. Slakið svo almennilega á í notalegu umhverfi með heitum pottum, sundlaug og gufu.
Smelltu HÉR til að skoða dagskrá.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.