Rafsígarettur eiga vaxandi vinsældum að fagna í heiminum en stjörnur á borð við Kate Moss og Jenny McCarthy eru meðal þeirra sem hafa tekið þessari nýjung mjög fagnandi en Kate er m.a. sögð hafa eytt tæpri hálfri milljón í slíkar rettur á stuttum tíma.
Katherine Heigl er líka mikill aðdáandi en eftir að hún fékk sér rafrettu í beinni hjá David Letterman tók salan gríðarlegan kipp enda margir áhugasamir og forvitnir að prófa.
Önnur selebb sem sést hafa með rafrettur eru til dæmis Charlie Sheen, Bruno Mars, Lindsay Lohan, Alexa Chung, Britney Spears, Sean Penn, Johnny Depp og Leonardo DiCaprio.
Rafsígarettur eru rafhlöðuknúin lítil tæki sem innihalda gufur er líkjast sígarettureyk. Það er hvorki tóbak né nikótín í þessum sígarettum og því hafa þær reynst mjög mörgum vel í baráttunni við nikótínfíknina.
Erlendis eru svona sígarettur seldar víða og margar tegundirnar eru mjög flottar. Til dæmis er hægt að fá mjög smart og glamúrus rafrettur í Harrods þar sem glitrandi steinn lýsist upp í hvert sinn sem þú færð þér smók og sígaretturnar innihalda margskonar bragðtegundir. Til dæmis vanillu, kaffi, jarðarberja, bláberja og sitthvað fleira.
Enn sem komið er hefur ekki fengist leyfi til að selja slíkar rafsígarettur á Íslandi. Landlæknisembættið hefur ekki mótað afstöðu og beðið er niðurstöðu Evrópusambandsins. Tóbaksvarnarfulltrúi segir að langtímarannsóknir vanti um gagnsemi og skaðsemi þess að reykja rafrettur en í október á að taka málið sérstaklega fyrir hjá evrópuþingi.
Pjattið vonar að fljótlega verði gefið leyfi fyrir rafsígarettum á Íslandi enda vitum við til þess að margt stórreykingafólk sem býr erlendis hafi getað steinhætt, bara með því að nota rafrettur.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.