Mér finnst fátt betra en að fá mér gott skyrboozt eftir æfingu eða sem millimáltíð í hádeginu.
Þetta ‘boozt’ er ótrúlega einfalt, gott og mjög hollt…
Innihald:
- Hálf askja bláber.
- 6-8 stór jarðaber.
- Sojamjólkþ
- Skyr.is með melónum og ástaraldin ( lítil dós ).
Skolaðu bláberin og jarðaberin, skerðu toppinn af jarðaberjunum (þetta græna). Settu allt í blandarann ásamt 1 DL af sojamjólk- láttu blandast vel þannig að engir kekkir séu í blöndunni. Síðan blandaru skyrdósinni saman við- og setur blandarann aftur á fullt í 1 mín.
Verði þér að góðu!
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig