Finnst þér stundum erfitt að borða ‘rétt’ yfir daginn? Er flókið mál að sleppa sykri, mjólkurvörum, brauði og þessu öllu? Langar þig að ná fljótum árangri í ræktinni? Þá veit ég hvað þú skalt gera!
Undanfarnar tvær vikur (eða alla virka daga síðustu tveggja vikna) hef ég keyrt upp í Síðumúla 17 á morgnanna og náð mér í matarskammt dagsins hjá Nonna í Ginger.
Í pokanum er ALLT sem ég þarf að borða yfir daginn, tilbúið í réttum skammtastærðum. Morgunmaturinn er æðislegur próteinbættur hafragrautur, svo eru það ávextir á milli mála og léttur kvöldverður. Allt alveg meiriháttar fjölbreyttar og góðar máltíðir sem ljúft er að snæða heitar eða kaldar!
Til að byrja með fannst mér þetta stundum heldur lítið en núna klára ég ekki einu sinni allt sem er í pokanum af því magamálið er búið að minnka til muna. Satt best að segja er ég komin með flatan maga og það finnst mér algjörlega frábært af því það er alveg sama hvað vigtin segir, ef mallakúturinn stendur út í loftið þá líður mér aldrei vel.
Með því að hafa þennan háttinn á mataræðinu hef ég líka komist að því hvaða skammtastærðir eru heppilegar og hvað fer vel í mig og hvað ekki. Til dæmis fékk ég mér gotterí um helgina, Lakkrísdraum og trítla, og viti menn… mér varð auðvitað bara illt í maganum og hann skaust út eins og bolti svo ég tókst næstum á loft úr sófanum.
Fyrir utan hvað þetta er gott þá er þetta líka mjög mikill tímasparnaður því það fer ENGIN orka í að spekúlera í hvað maður eigi að borða. Ég er bara eins og vel nærður köttur á fóðri. Aukaverkanirnar eru líka fallegri húð, auðveldara að vakna og lægri fituprósenta.
HOLLT OG LÍKA GOTT
Um þessar mundir eru nokkrir aðilar að bjóða svona ‘Allt sem þú þarft á einum degi’ í matarpoka en hjá Nonna fara saman bæði gott verð og góður matur. Heilsupokinn kostar 3600 og þá ertu heldur ekkert að fara í Bónus að kaupa mat.
Það er bæði fiskur, kjöt og kjúklingur í matinn en nánast engar mjólkurvörur og engin sætindi.
Sjálfur hefur kokkurinn Nonni það besta úr báðum heimum en hann starfaði lengi sem einkaþjálfari auk þess að vinna á veitingastaðnum Horninu í ellefu ár þar sem hann eldaði ofan í gesti og hefur greinilega lært sitt lítið af hverju þar því maturinn hans er alltaf góður.
Ginger er núna með FB leik sem þú ættir að tékka á en þar geturðu unnið heilsupokann í fimm daga! Það dugar vel til að koma þér á flott skrið með mataræðið og þú finnur strax mun á þér.
Smelltu HÉR til að tékka á FB síðu Ginger. Smelltu á LIKE og þá ertu komin í pott og getur annahvort orðið svo heppin að fá HEILSUPOKA í FIMM DAGA eða gjafabréf í mat á staðnum.
Ég mæli algjörlega með þessu hvort sem þú prófar bara einn dag eða fimm daga eða fleiri. Þú ættir að ná tökum á mataræðinu og nærð þér góða líðan með.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.