Færðu stundum brjálaðan höfuðverk eftir að hafa drukkið nokkrum glösum of mikið. Líður þér eins og Hallgrímskirkjuklukkurnar séu komnar inn í hausinn á þér, maginn í Ástralíu hann er svo mikið á hvolfi og munnurinn þurr eins og Sahara eyðimörkin ? Hvað varstu eiginlega að pæla í gær ?
Það er nauðsynlegt að sletta úr klaufunum af og til (þ.e.a.s ef bakkus er ekki vandamál). Gallinn reyndar við það er að maður gleymir stundum að hugsa rökrétt. Páll Óskar kominn í tækið og allt að verða vitlaust!!!!! Skál!
Því miður eru engin kraftaverk í þynnkunni. En þú getur reynt að gera ástandið aðeins betra með þessum fjórum aðferðum:
1. Drekktu miiiikið af vatni.
Þegar maður drekkur áfengi verður líkaminn fyrir ákveðnu vökvatapi og þá er gott að drekka mikið af vatni daginn eftir. Þú getur líka fengið þér ávaxtasafa, en ef þú ert með hitaeiningarnar á heilanum (ekki samt í gær) þá þarftu að fara varlega í safann.
2. Láttu skyndibitamat vera.
Ég veit að þig langar bara í feitan hamborgara eða saltaða pizzu, en láttetta vera! Fita róar kannski magann á þér, en það er miklu hollara að fá sér bara mjólkurglas heldur en allar þessar óhollu hitaeiningar sem eru í djúpsteiktum kjúkling með frönskum á kantinum.
3. Farðu í göngutúr.
Ertu ekki í stuði til að fara út að labba með Hallgrímskirkjuklukkurnar í hausnum ? Súrefnið er svo gott fyrir þig og þú hressist órtrúlega mikið við að fá sér einn lítinn túr upp og niður götuna.
4. Leggðu þig.
Já, besta ráðið er að sofa. Tíminn líður líka hraðar og þynnkan minnkar með hverri mínútunni sem líður. Zzzzzzzz
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.