Fyrrum glamúrfyrirsætan Jodie March er orðin óþekkjanleg frá því hún hóf að stunda líkamsrækt í desember í fyrra.
Á átta vikum fór hún úr fituprósentu 25 niður í 10 og úr fatastærð 10 niður í 6.
Sjálf segir hún að sér hafi hreinlega aldrei liðið eins frábærlega vel og að líkaminn hafi aldrei verið betri. Þetta hafi þó kostað grimmt mataræði og hrikalegar æfingar:
“Á aðeins fimmtíu dögum fór ég úr 25% niður í 10% fitu, bætti á mig fullt af vöðvamassa og missti 9 kíló af fitu,” segir hún hæstánægð. “Á átta vikum náði ég að gera það sem vanalega tekur 6-9 mánuði.”
Jodie tók svo þátt í líkamsræktarkeppni í Sheffield í Bretlandi og fór heim með bikar fyrir fimmta sætið. Hún ætlar sér stóra hluti í þessum bransa á næstunni enda telur hún sig sigurstranglega.
“Fyrst það tók svona stuttan tíma að undirbúa mig fyrir lítið mót hlýt ég að geta betur með lengri undirbúningi, og þá fyrir stærri keppni”.
[poll id=”32″]Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.