Mér finnst fátt leiðinlegra en að fara í ræktina.Ég neyddist til að fara í ræktina í gegnum mentaskólagöngu mína svo ég myndi ná íþróttum.
Það sem ég gerði í ræktinni:
- Sat á dýnuni þar sem allir voru að teygja og var á facebook í símanum mínum eða jafnvel að leggja mig.
- Labbaði á minnsta mögulega hraða á hlaupabrettinu og talaði í símann.
- Sat á hjóli (án þess að hjóla) og grenjaði yfir Opruh.
Já ég gat fundið mér ýmislegt til dundurs í ræktinni.
Ég veit að mörgum finnst mjög gaman í ræktinni en ég veit að margir eru sammála mér líka!
Líkaminn er nú samt sem áður byggður sem svo að við verðum að hreyfa okkur eitthvað og því verðum við að finna einhverja hreyfingu sem okkur þykir skemmtileg. Hvort sem það er dans, crossfit, bardagaíþrótt eða boltaíþrótt , öll hreyfing er góð og nauðsynleg fyrir líkamann!
Ég byrjaði hinsvegar fyrir stuttu að æfa Taekwondo og finnst mjög gaman, ég hlakka til að fara á æfingar og mér líður miklu betur þegar ég er að hreyfa mig!
Oft er hægt að fara í fría prufutíma í allskonar æfingum. Prófaðu þig áfram og finndu það sem þér þykir skemmtilegast!
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.