Litlir strákar sem þyngjast mest fyrstu sex mánuði ævi sinnar verða yfirleitt stærri og sterkari en aðrir þegar kemur á fullorðinsárin…
…og viti menn, þetta eykur gríðarlega líkurnar á því að þeir missi sveindóm sinn fyrr en aðrir drengir!
Ástæða þess að fyrstu sex mánuðirnir eru svo mikilvægir er sú að drengirnir nota testesterónið sem svamlar um í litla líkamanum betur því meira sem þeir nærast.
Testesterón er karlhormón sem hefur áhrif á vöxt bæði vöðva og beina í börnum og kemur síðan sterkt inn í virkni á kynþroskaaldrinum.
Fæstir vita að litlir drengir eru með jafn mikið magn af þessu hormóni í líkamanum og fullorðnir karlar.
(heimild)

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.