Prótein er nauðsynlegt líkamanum fyrir uppbyggingu vöðva. Það er þessvegna sem vaxtarræktarfólk fær sér próteindrykk eftir æfingu.
Reyndu að láta svolítið prótein fylgja hverri máltíð – til dæmis magurt kjúklingaálegg, eggjahvítur eða túnfisk. Einnig er gott að láta prótein út í smoothie, til dæmis hemp-prótein sem inniheldur fáar hitaeiningar og er með hollasta próteini sem þú færð.
Skelltu í þig einum góðum smoothie í morgunmat eða strax eftir hreyfingu. Til dæmis þessummmmmmm*
- 1. glas safi frá Berry Company -t.d. Goji ber eða berjablanda.
- 1/2 banani
- 1. msk Hemp-prótein
- 1. Dós kókosjógúrt frá BíóBú
- 1. Lúka frosin berjablanda
Skelltu öllu í blender á fulla ferð og helltu svo í fallegt glas á eftir. Frábær morgunmatur og æðislega gott millimál!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.