TOP

HEILSA: Fáðu þér prótein í smoothie – Ljúffeng uppskrift með kókos jógúrt

Prótein er nauðsynlegt líkamanum fyrir uppbyggingu vöðva. Það er þessvegna sem vaxtarræktarfólk fær sér próteindrykk eftir æfingu.

Reyndu að láta svolítið prótein fylgja hverri máltíð – til dæmis magurt kjúklingaálegg, eggjahvítur eða túnfisk.

Einnig er gott að láta prótein út í smoothie, til dæmis hemp-prótein sem inniheldur fáar hitaeiningar og er með hollasta próteini sem þú færð.

Skelltu í þig einum góðum smoothie í morgunmat eða strax eftir hreyfingu. Til dæmis þessummmmmmm*

  • 1. glas safi frá Berry Company -t.d. Goji ber eða berjablanda.
  • 1/2 banani
  • 1. msk Hemp-prótein
  • 1. Dós kókosjógúrt frá BíóBú
  • 1. Lúka frosin berjablanda

Skelltu öllu í blender á fulla ferð og helltu svo í fallegt glas á eftir. Frábær morgunmatur og æðislega gott millimál!

30+ stelpur & stelpustrákar, kyntröll, konur og kettlingar. Fjölbreytileiki, fegurð, gleði og góður fílíngur. Settu okkur í bookmark, eltu okkur á ÖLLUM samfélagsmiðlunum og líf þitt verður strax skemmtilegra! - Ef ekki, þá færðu endurgreitt! ATH: Snappið okkar heitir Pjattsnapp ATH: Sendu okkur póst á pjatt at pjatt punktur is