Ætli súkkulaði sé ekki meira eftirlæti kvenna en demantar? Því miður hefur það stundum svolitlar aukaverkanir, til dæmis getur maður bætt vel á sig af góðu súkkulaðiáti. En hvað með bólurnar? Fáum við í alvöru bólur af súkkulaði og öðru sælgæti?
Tveir Bandarískir sérfræðingar segja þetta um málið:
“Það eru flóknar ástæður fyrir því að fólk fær bólur og útbrot. Helst orsakast þetta af stífluðum svitaholum, fitu í húðinni og fleiru sem veldur sýkingum en bólur eru í stuttu máli sýking í húðinni. Sumt fólk er þannig að það þolir illa sykur. Þannig veldur hátt sykurmagn í fæðunni margskonar sýkingum, líka í húð,” segir Elizabeth Tanzi, M.D starfandi húðlæknir í New York. “Það eru þó ekki allir svona sem útskýrir hversvegna sumir tala um að fá bólur en aðrir ekki.”
Dr. Frank Lipman tekur undir þetta. “Það er klárt mál að sykur framkallar bólur hjá mörgum einstaklingum. Fólk sem er að berjast við bóluvandamál ætti að halda sig á sérstöku mataræði; halda sig frá glúteini, mjólkurvörum, unnum kjötvörum og sykri. Allt eru þetta matvæli sem geta orsakað bóluvandamál enda er samhengi á milli hormónastarfseminnar og neyslu sykur og mjólkurafurða.”
Við skulum samt ekki örvænta of mikið…Að sögn sérfræðinganna í Bandaríkjunum er dökkt súkkulaði nokkuð seif svo ef maður ætlar að fá sér gotterí á annað borð er eins gott að hafa það súkkulaði, hágæðavöru, dökkt og djúsí.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.