Pjattrófurnar eru flestar í einhverju heilsuátaki þessa dagana og núna loksins, í fyrsta sinn á ævinni, er ég að fara í almennilegt átak þar sem bæði mataræði og þjálfun verður tekið fyrir!
En þar sem ég er frekar ‘klúless’ í þessum málum þarf ég klárlega spark í rassinn og gott aðhald…
…Ég fór að spögulera í þessu og komst að því að nýja námskeiðið, Stjörnuþjálfun hjá Hreyfingu, gæti verið eitthvað fyrir mig.
Þetta er sem sagt námskeið undir handleiðslu Önnu Eiríksdóttur þar sem allt er tekið í gegn! Æft verður 4x í viku og mataræðið grandskoðað. Þátttakendur fara í fitumælingu og vigtun fyrir og eftir þannig að árángurinn ætti ekki að leyna sér. Best að kasta sér í djúpu laugina og gera þetta af fullum krafti.
Oh boy! Ég verð að viðurkenna að ég er pínu stressuð en örugglega meira spennt.
Ég veit ekki við hverju maður á að búast en það væri ekki slæmt að ná sér í eitt stykki flatan og sterkan ‘Victoria’s Secret maga’, eða bara ‘beisiklí’ líta betur út og líða betur. Þetta verður allavega áhugavert og ég ætla að leyfa þér að fylgjast aðeins með.
Námskeiðið byrjar næsta mánudag!
Fyrir þær sem eru að spá í að vera með má fá nánari upplýsingar HÉR.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.