Hnetur og möndlur eru hollustufæði. Þær innihalda mikið prótein og ættu að vera hluti af daglegu fæði okkar en varast skal að borða of mikið af þeim daglega því að þær innihalda hátt fituhlutfall.
Þær innihalda líka mikið af E-vítamíni, fólínsýru, magnesíum, kopar, trefjar og mikið af andoxunarefnum og því stútfullar af næringarefnum.
Hnetur hafa góð áhrif á kólesterólið okkar vegna góðrar fitu.
Hnefafylli af hnetum er góður dagskammtur sem við ættum að temja okkur og hentar vel á milli mála. Við finnum líka hvað hnetur veita okkur góða fyllingu og um leið getur það hjálpað okkur við þyngdartap.
Lófafylli inniheldur u.þ.b. 160-200 kalóríur og erum þá að tala um ósaltaðar hnetur.
Hér er listi yfir hitaeiningafjölda í ýmsum tegundum af hnetum:
- Þurrristaðar hnetur, venjulegar (30 stk) 170
- Þurrristaðar hnetur, ósaltaðar (30 stk) 160
- Hunangsristaðar hnetur (30 stk) 200
- Möndlur (24 stk) 160
- Brasilíuhnetur (7 stk) 170
- Cashewhnetur (20 stk) 170
- Valhnetur (14 stk) 180
- Pistasíuhnetur í skel (47 stk) 170
- Pecanhnetur (20 helmingar) 190.
Ef möndlur með hýði eru settar í bleyti þá er upptakan af næringarefnunm enn betri og því er mjög gott heilsuráð að setja 5 möndlur í vatn yfir nótt og borða þær með morgunmat.
Það lít ég á sem vítamín og eitt það besta sem ég geri fyrir meltinguna. Hvet þig til þess að prófa!
Blár og góður sem frískar okkur upp:
1/2 glas möndlumjólk
1 dl bláber
1 dl eplasafi
klaki
Allt í blandara og drukkið í morgunsólinni!
Guðbjörg er iþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands. Hún hefur verið í líkamsræktarbransanum frá því árið 1989. Alltaf tilbúin að taka að sér krefjandi verkefni. Haldið ýmis þjálfaranámskeið fyrir þolfimikennara og einkaþjálfara auk þess að vera stundakennari við HR íþróttafræði. Undanfarin 19 ár hefur hún starfað með Agústu Johnson en nú hefur hún stofnað sitt eigið fyrirtæki, G fit heilsurækt og elskar að taka þátt í vellíðan fólks og upplifa árangur í líkamsrækt. Guðbjörg á skilningsríkan eiginmann og þrjú yndisleg börn.