Hnetur og möndlur eru hollustufæði. Þær innihalda mikið prótein og ættu að vera hluti af daglegu fæði okkar. En varast skal að borða of mikið af þeim daglega því að þær innihalda hátt fituhlutfall.
Þær innihalda líka mikið af E-vítamíni, fólínsýru, magnesíum, kopar, trefjar og mikið af andoxunarefnum og því stútfullar af næringarefnum.
Hnetur hafa góð áhrif á kólesterólið okkar vegna góðrar fitu.
Hnefafylli af hnetum er góður dagskammtur sem við ættum að temja okkur og hentar vel á milli mála. Við finnum líka hvað hnetur veita okkur góða fyllingu og um leið getur það hjálpað okkur við þyngdartap. Lófafylli inniheldur u.þ.b. 160-200 kalóríur og erum þá að tala um ósaltaðar hnetur. Það er gott ráð að fá sér litla krús, t.d. þessar litlu glersultukrúsir með rauðköflótta lokinu. Það er lófaskammtur og gott að hafa með sér yfir daginn 🙂
Hér er listi yfir hitaeiningafjölda í ýmsum tegundum af hnetum:
Þurrristaðar hnetur, venjulegar (30 stk) 170
Þurrristaðar hnetur, ósaltaðar (30 stk) 160
Hunangsristaðar hnetur (30 stk) 200
Möndlur (24 stk) 160
Brasilíuhnetur (7 stk) 170
Cashewhnetur (20 stk) 170
Valhnetur (14 stk) 180
Pistasíuhnetur í skel (47 stk) 170
Pecanhnetur (20 helmingar) 190
Ef möndlur með hýði eru settar í bleyti þá er upptakan af næringarefnunm enn betri og því er mjög gott heilsuráð að setja 5 möndlur í vatn yfir nótt og borða þær með morgunmat.
Það lít ég á sem vítamín og eitt það besta sem ég geri fyrir meltinguna. Hvet þig til þess að prófa!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.