Harðlífi er vandamál sem þjakar margan nútímamanninn og konuna enda erum við flest svo mikið kyrrsetufólk að það hálfa væri nóg.
Líkaminn gengur allur úr lagi þegar mataræði og hreyfing eru ekki eins og best verður á kosið og þar fylgir meltinginn auðvitað með. Ef þú ert í hópi þeirra 80% íslendinga sem eiga í vandræðum með meltinguna þá skaltu lesa eftirfarandi húsráð sem öll gagnast vel til að koma þessu af stað. Prófaðu meira að segja að setja nokkur þessara atriða í fasta rútínu hjá þér og allt harðlífi ætti að vera úr sögunni.
1. Olía -lætur ekki bara bílinn ganga
Hrein ólífuolía er dásamleg afurð. Hún virkar fyrir bæði húð og matargerð en er líka frábær við harðlífi. Blandaðu saman einni matskeið af ólífuolíu og annari af sítrónusafa (ef þú vilt) svo er bara að skella þessu í sig á fastandi maga. Gerðu þetta í 3 daga í senn og þú ættir að finna muninn, jafnvel sama dag.
___________________________________________________
2. Sítróna
Sítróna í heitu vatni “first thing in the morning” gerir kraftaverk fyrir líkamann á mjög margbreytilegan hátt enda hefur þessi aðferð til að efla heilsuna verið mikið í umræðunni síðustu misseri og margir hafa tileinkað sér að drekka sítrónuvatn á morgnanna.
Náttúrulegu sýrurnar í sítrónunni hafa frábær áhrif á meltinguna okkar.
Byrjaðu á þessu beint eftir ólífuolíuskammtinn og finndu áhrifin.
_____________________________________________________
3. Kaffi
Ef þú drekkur kaffi í hóflegu magni getur það haft frábær áhrif til að koma meltingunni í gang.
Ef þú drekkur of mikið af kaffi hefur það hinsvegar öfug áhrif vegna þess að kaffi er mjög vatnslosandi líka. Þú færð harðlífi ef þú drekkur of mikið kaffi vegna þess að kaffið sendir þig svo oft að pissa að það verður enginn vökvi eftir til að vinna með meltingunni.
Fáðu þér einn eða tvo sterka kaffibolla á morgnanna, og alltaf eitt vatnsglas með hverjum kaffibolla, – og sjáðu til hvort eitthvað hrökkvi ekki í gang.
___________________________________________________
4. Hreyfðu þig
Hreyfing gerir kraftaverk fyrir líkamann og alla starfsemi hans. Fólk sem hreyfir sig reglulega hefur mikið betri meltingu en þau sem hreyfa sig lítið sem ekki neitt.
Hreyfðu þig reglulega, finndu hvernig allur líkami þinn fagnar og meltingin með. Til að hreyfa svæðið umhverfis meltingarveginn er líka hægt að gera sérstakar æfingar en hressilegur labbitúr eða stuttur dans í stofunni ætti að duga ef þetta er gert reglulega. Hvað sem öllu líður, hreyfðu þig.
______________________________________________________
5. Trefjar
Trefjar gera gæfumuninn og þær finnur þú í hollum og næringarríkum mat. Sumir nota líka Husk duftið til að hressa upp á trefjabúskapinn. Trefjar draga líka úr hungurtilfinningu. Sjáðu til þess að þú fáir nóg af trefjum í mataræðið. Passaðu bara að drekka nóg af vatni með því annars gæti þetta haft öfug áhrif. Trefjar eru til dæmis:
Baunir
Apríkósur
Heilkornabrauð
Ber
Brokkólí
Plómur, perur, appelsínur, hnetur
Kartöflur
___________________________________________________
6. Hörfræolía og appelsínusafi
Hörfræolía er einfaldasta remedían gegn harðlífi, kannski með laxerolíu sem kallast castor-oil á ensku. Blandaðu matskeið af hörfræolíu út í glas af ferskum appelsínusafa og það fer allt í gang.
Gefðu því samt fimm tíma og ekki fara yfir strikið með því að drekka fleiri en eitt glas, að minnsta kosti ekki í fyrstu atrennu.
___________________________________________________
7. Reyndu að fara reglulega
Það er gott að fara í hálfgerða koppaþjálfun þegar kemur að hægðum sem láta á sér standa. Taktu frá 10-15 mínútur fyrir klósettferðir 1-3 á dag og gáðu hvort það gerist ekki eitthvað. Bíddu bara í rólegheitunum, taktu símann með þér og skoðaðu Facebook. Fínt að gera þetta á morgnanna og eftir máltíðir.
___________________________________________________
8. Matarsódi
Matarsódi er mesta kraftaverkafyrirbæri heimilisins og virðist virka á allt frá því að gera tennur hvítari yfir í að þrífa heimilistækin.
Matarsódi í mátulegu magni hefur góð áhrif á magaverki af því það er sódi í því (bicarbonate) sem fær allt gas sem leynist í meltingunni þinni til að vilja rata út. Og fleira.
Skelltu teskeið af matarsóda út í 1/4 bolla af volgu vatni og skelltu þessu í þig í einum rykk. Því fyrr sem þú lætur þetta hverfa því betur virðist það virka.
___________________________________________________
9. Sveskjur
Algjör klassík. Gamla fólkið fær sér alltaf sveskjur með morgunmatnum og stundum tvær í eftirrétt af því gamla fólkið veit sínu viti. Þú getur fengið þér sveskjusafa á morgnanna eða sveskjur út á hafragrautinn og þú finnur áhrifin fljótt en gættu þess að fara ekki of geyst í sveskjuátinu því þær innihalda náttúrulegt sorbitol og mikið af trefjum.
___________________________________________________
10. AB mjólk og hrein jógúrt
Til að meltingarflóran sé alltaf í toppstandi er nauðsynlegt að fá sér hreina jógúrt og AB mjólk nokkrum sinnum í viku.
Margir vilja helst alltaf byrja daginn á henni, og setja þá kannski smá múslí með, en AB mjólk og hreina jógúrt má líka nota til að útbúa allskonar dressings og grillsósur með bæði kjöt og fiskréttum.
Reyndu að eiga alltaf AB mjólk í ísskápnum og neyttu hennar reglulega.
___________________________________________________________
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.