Eins og lesendur okkar hafa eflaust tekið eftir eru pjattrófurnar mikið á móti ljósabekkjanotkun og óhóflegum sólböðum.
Við höfum frá fyrsta degi hvatt lesendur til að nota frekar brúnkukrem, sprey og margskonar sólvarnir og bent á hvað er hægt að gera til að forðast skaðsemi af völdum útfjólublárra geisla.
Það er ekki að ástæðulausu sem við höfum verið með þessa litlu herferð okkar. Ljósabekkja og sólböð gefa kannski fallegt útlit (sem er hægt að öðlast með kremum eða spreyjum) en þeir eru eins og eplið sem nornin gaf Mallhvíti –Girnilegt en meiriháttar skaðlegt.
Geislarnir geta gefið þér húðkrabbamein og með tímanum láta þeir þig líta út fyrir að vera eldri en þú ert, sérstaklega eftir að komið er yfir þrítugt og fertugt.
Sjálf kannast ég við nokkrar konur um og yfir fertugt. Sætar konur sem stunduðu Hollywood og ljósabekkina af kappi og gera jafnvel enn. Að öllu gríni slepptu líta sumar þeirra út fyrir að vera nær sextugu vegna þess að húðin þeirra hefur bæði þykknað og hrukkast ljósabekkjunum. Engar “Sex and the City skvísur” þó þær séu á sama aldri. Bringan rúnum rist, koma rákir beint niður eftir bringunni og andlitið allt slappara þar sem sólargeislarnir hægja á myndun kollagens og elastíns sem viðhalda teygjanleika húðarinnar.
Það eru endalaust margar ástæður fyrir því að forðast sólböð og ljósabekki og ef maður vill slaka á í sólinni, nota þá mjög góðar varnir, sólgleraugu og sólhatta til að forða andlitinu frá of miklu geislabaði.
Hér er hópur fólks sem segir okkur sitt lítið af hverju um þetta mál. Við sem erum komnar yfir þrítugt og fertugt vitum þetta flestar en yngra fólkið verður að byrja að skilja að brúnka getur verið dauðans alvara.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=dEdkrhBmq1M&NR=1[/youtube]
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.