EKKI vera OF hörð við sjálfa þig þó þú sért að reyna að grennast.
Fáðu þér pínu nammi annað slagið og verðlaunaðu sjálfa þig fyrir allt erfiðið sem þú leggur á þig með æfingum og mataræði.
Vertu bara viss um að láta glaðningin passa inn í hitaeiningaáætlunina þína (sem er eflaust í kringum 15-1.700 he á dag) og ekki fá þér gotterí oftar en einu sinni til tvisar í viku.
Þannig verður nammið líka MIKLU betra!
Við mælum t.d. með dökku súkkulaði frá Green and Blacks (lífrænt) og auðvitað 70% frá Nóa Siríus!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.