Fyrir tæpum 20 árum tók ég þá meðvituðu ákvörðun að hætta að borða unnar kjötvörur.
Þetta atvikaðist einfaldlega þannig að vinur minn var að vinna í matvöruverslun þar sem sannleikanum var mjög gjarna hliðrað til. Stundum voru dagsetningar færðar og stundum var rauðum litarefnum bætt út í matinn svo að hann liti betur út. Við vorum bæði jafn hissa á þessu, blásaklausir krakkarnir, en svona gengur þetta bara fyrir sig í þessum bransa. Lax sem er sagður villtur kemur úr næsta kari og brauðið sem þú heldur að sé nýbakað er nýkomið úr frysti. Flestir kaupmenn segja það sem þú vilt heyra svo að þú sért líklegri til að kaupa vöruna.
Svo ég hætti að borða unnar kjötvörur; Bökur, hakk, bollur, vefjur með kjöti (fyrirfram græjaðar), pylsur og svo framvegis. Að auki hætti ég að borða svínakjöt – en það er önnur saga.
Eina kjötið sem ég lagði mér til munns var beint af skepnunni, ekki kryddað og vakúmpakkað og ég reyndi uppfrá þessu að kaupa allt eins og ef ég væri á bændamarkaði árið 1970.
Heilsa og kapítalismi eru í sjálfu sér ekki fyrirbæri sem fara neitt sérstaklega vel saman. Neytandinn þarf sjálfur alltaf að taka ábyrgð, lesa á umbúðir og treysta á eigið hyggjuvit þegar sú ákvörðun er tekin að neyta vörunnar.
Staðreyndin er sú að kaupmaðurinn er EKKI að hugsa um heilsuna þína. Hún er á okkar eigin ábyrgð. Þú veist ekkert hvað þú ert að setja ofan í þig, hvað það er gamalt eða af hvaða dýri það kemur, þegar það er falið í plasti, kryddi, bollum og hveiti.
Athugaðu líka að árið 1970 var ekki byrjað að sykra mjólkurvörur og morgunkorn með þeim hætti sem gert er í dag. Fólk þurfti sjálft að dreifa sykri yfir skyrið og kornflexið ef það langaði í meira sætt bragð. Í raun má segja að með því að kaupa inn líkt og enn sé árið 1970 þá erum við að taka völdin í okkar eigin hendur (eftir fremsta megni að minnsta kosti) og sniðganga klækjabrögð kaupmennskunnar sem eru auðvitað einstaklega óheiðarleg í mörgum tilfellum.
Heilsa og kapítalismi eru í sjálfu sér ekki fyrirbæri sem fara neitt sérstaklega vel saman. Neytandinn þarf sjálfur alltaf að taka ábyrgð, lesa á umbúðir og treysta á eigið hyggjuvit þegar sú ákvörðun er tekin að neyta vörunnar.
Það minnsta sem er í raun hægt að gera er að hætta að borða þetta unna drasl ef ég leyfi mér að taka sterkt til orða. Verst finnst mér bara hvað slíkum mat er haldið að börnunum okkar bæði í skóla og á matseðlum veitingastaðanna, en það er svo önnur og ekki síður mikilvæg saga.
Í ljós umræðu síðustu daga um kjötlausar kjötbökur og hestakjöt þar sem á að vera nautakjöt vil ég hvetja alla og ömmur þeirra til að hætta frá og með núna, neyslu á unnum kjötvörum. Þetta þýðir að þú þarft að sniðganga frystan mat, mat í bökkum, vakúmpakkaðan, fyrirfram kryddaðan og svo framvegis og reyna alltaf að kaupa það sem er ferskt.
Persónulega skrifa ég góða heilsu og heilbrigða húð á þessa ákvörðun sem ég tók fyrir um tveimur áratugum. Hún leiddi líka til þess að ég fór að hugsa um mat með allt öðrum hætti en þá tíðkaðist meðal minna jafnaldra. Gerði mig útsjónasamari og í raun bara betri kokk held ég, svei mér þá.
Maturinn okkar er alls ekki flókið fyrirbæri. Hann samanstendur einfaldlega af kjöti, fisk, ávöxtum, jurtum, grænmeti, kornvörum, eggjum og mjólkurvörum.
Þessu geturðu svo blandað saman á óteljandi vegu líkt og hljómsveit með sömu fimm hljóðfærunum getur spilað jazz, diskó, rokk, sígaunatónlist og fönk. Það gerir matinn spennandi og heillandi, möguleikarnir eru endalausir og uppskriftirnar líka.
Nú er það bara – back to basics 😉
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.