Líkt og pylsur eru kjúklinganaggar efst á blaði yfir unnin matvæli sem gera heilsunni og þar með útlitinu óleik.
Við ættum aldrei að borða kjúklinganagga eða kaupa þá handa börnum okkar þó þú teljir að þarna sértu að kaupa bara góð prótein.
Sem dæmi má nefna að McNuggets kjúklinganaggarnir eru meira en 50% fita og innihalda fleiri kolvetni en prótein en þetta eru mjög óholl kolvetni sem eru gerð úr fyllingarefnum á borð við mjöl og annað sem er mjög fitandi og hefur lítið næringarinnihald. Matvælaframleiðsla hér á Íslandi er heldur ekkert heilög eins og dæmin hafa sýnt og sannað.
Kjúklinganaggar eru yfirleitt djúpsteiktir í transfitu og innihalda MSG og önnur bragðefni sem og rotvarnarefni. Þeir eru gerðir úr því sem verður afgangs á hænsnabúinu, svo sem skinni og öðru. Ekki beint lystugt þegar þú veist hvað er í þessu.
Þú getur þó vel útbúið kjúklinganagga heima hjá þér en þá færðu ekki það sem við köllum unna matvöru – besta leiðin er að gera matinn sinn frá grunni og forðast að kaupa það sem er framleitt ofan í okkur, það er að segja ef við viljum halda heilsu og góðu holdafari.
Í þessu fína myndbandi sýnir Jamie Oliver nokkrum krökkum úr hverju *helv* kjúklinganaggarnir þeirra eru gerðir. Við segjum bara eins og Nancy Reagan – Just say no.
[youtube]http://youtu.be/XKSoiDtdi9s[/youtube]
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.