Það er magnað hverju hægt er að áorka með því að gera bara æfingar heima í stofu…
Þessi einfaldi tölvukarl hérna kennir okkur t.d. að gera kviðæfingar með mjög greinilegum og einföldum hætti.
Kveiktu á þessu myndbandi, leggstu á gólfið, hnepptu frá gallabuxunum og gerðu eins og tölvukarlinn og þú munt vakna með harðsperrur í kviðvöðvunum í fyrramálið!
Gerðu þetta aftur og aftur, á hverjum degi og vittu til… þú færð sixpakk!
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=9tDZRogSbbU[/youtube]
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.