Drew Carey – 53 ára gamanleikari úr þáttunum The Drew Carey Show er heldur betur búinn að taka sig á heilsunni en hann er búinn að létta sig um tæp 40kg með því að borða hollari mat og hlaupa.
Hérna áður fyrr fór hann á hverjum degi á matsölustað rétt hjá vinnunni sinni og fékk hann sér steik, egg eða pönnukökur og með öllu þessu hellti hann ofan í sig fjórum kaffibollum með fullt af sykri í. Ekki nóg með það, heldur drakk hann mikið af sykruðum gosdrykkjum, gúffaði í sig snakki og þegar hann kom heim úr vinnunni þá pantaði hann sér pizzu.
En svo kom að því að hann snéri blaðinu við og í dag drekkur hann ekki gos, hann fær sér kjúkling í staðinn fyrir steik, setur fullt af grænmeti á diskinn sinn og má segja að hann hafi algjörlega snúið matarræðinu sínu við með því að velja hollan og næringaríkan mat í staðinn fyrir ruslfæði.
Drew segist finna svakalega mikinn mun á sér og er hann hættur að leggja sig á daginn, hann tók þátt í hálfu maraþoni ekki fyrir svo löngu og stefnir á heilt (42k) og út af breyttu matarræði og lífstíl er hann hættur á sykursýkistöflunum sínum.
Drew Carey fær sko KLAPP dagsins!
Runner’s World tók viðtal við Drew Carey og má sjá það með því að smella á þennan hlekk.
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.