Þetta er svoo einfalt, en samt svo ofsalega áhrifaríkt.
DREKKTU VATN!
Með því að drekka vatn hjálparðu líkamanum að bæta starfsemi sína. Líkami okkar er í kringum 70% vatn. Vatnið nærir blessaðan heilann og allar aðrar frumur líkamans.
Oft þarftu ekkert annað en nokkur vatnsglös til að fríska upp á þig og losna við slen og þreytu. Vökvaskortur hrjáir marga án þess að fólk átti sig á því.
Mundu að drekka í kringum átta glös á dag og jafnvel aðeins fleiri ef þú stundar líkamsrækt.
Einnig er gott að borða vel af fersku grænmeti og ávöxtum sem innihalda vatn og svo er alltaf heilsubót að fá sér jurtate.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.