Greipaldin, eða grapefruit á ensku, er ávöxtur fullur af andoxunarefnum og þekktur fyrir bakteríudrepandi áhrif sín.
Hann er jafnframt spriklandi af C vítamínum, A, B, D, E og kalsíum, fosfór, magnesíum sínki, kopar og járni. Flestar íslenskar konur sem komnar eru yfir miðjan aldur kannast vel við megrunaraðferðir sem tengjast því að borða greip enda eru áhrif þessa ávaxtar á meltinguna og brennsluna fyrir löngu orðin þekkt og reglulega taka sig upp nýjir greip-kúrar.
Eftirfarandi “töfradrykkur” hefur átt miklum vinsældum að fagna í Bandaríkjunum síðustu misserin enda er hægt að fá fersk greipaldin þar allt árið um kring. Þetta er ofureinfaldur en mjög áhrifaríkur drykkur og við skorum á þig að prófa, sérstaklega ef þú býrð svo vel að eiga Nutribullett tæki.
INNIHALD
- Eitt stórt og vel þroskað greipaldin
- Ein matskeið af góðu, lífrænu hunangi
AÐFERÐ
Skerðu greipið í tvennt (best að taka það kalt úr ísskápnum), og skafðu aldinkjötið úr hýðinu. Settu ásamt hunangi í Nutribullett eða blender þar til allt er orðið silkimjúkt.
Þessi frábæri drykkur inniheldur m.a pektín og lýkópen sem hafa margskonar góð áhrif.
Pektín er mikilvægt ensím til niðurbrots próteina í meltingarvegi manna, það er framleitt þar og virkni þess stjórnast af sýrustigi meltingarfæra.
Lýkopen er efni í flokki karótína og er það efnið sem gefur tómötum rauða litinn. Karótín eru andoxunarefni og er lýkopen talið öflugt sem slíkt. Lýkópen er talið veita vörn gegn hjartasjúkdómum og krabbameini í blöðruhálskirtli og meltingarvegi og hafa faraldsfræðilegar rannsóknir stutt það. Rannsóknir hafa bent til að efnið hamli vexti krabbameinsfrumna.
Nýjar rannsóknir hafa einnig bent til áhrifa lýkópens til lækkunar blóðþrýstings.
Nokkrir sopar af þessum töfradrykk munu hjálpa þér að keyra brennsluna í gang og margir fullyrða að aðeins með því að drekka hann munir þú brenna um helming hitaeininganna sem innbyrgðir í síðustu máltíð… (svona að því gefnu að sú máltíð hafi verið innan heilbrigðra skynsemismarka og ekki fengin úr lúgunni hjá KFC).
Gættu þess að bíða bara í 20 mínútur þar til máltíð lýkur þar til þú færð þér meltingar og heilsudrykkinn góða og ekki gleyma að láta okkur vita ef þú prófar þetta!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.