Hér eru góðar fréttir fyrir kaffikonurnar:
Konur sem drekka tvo til þrjá bolla af kaffi á dag eru ólíklegri til þess að þjást af þunglyndi, heldur en þær konur sem drekka einn kaffibolla eða minna á viku.
Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem gerð var á vegum Harvard háskóla í Bandaríkjunum.
Tekið var fram að rannsóknin sýni einungis fram á samband kaffineyslu og hættu á þunglyndi en sanni ekki að kaffineysla minnki líkur eða hættu á þunglyndi.
Könninin er sú stærsta sem hefur verið gerð þar sem samband kaffidrykkju og þunglyndis er rannsakað. Alls tóku um 50 þúsund bandarískar konur þátt í rannsókninni en flestar voru þær hjúkrunarfræðingar. Rannsóknin stóð í tíu ár.
Skál í kaffi!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.