Fregir herma að dagleg kampavínsdrykkja geti komið í veg fyrir elliglöp og Alzheimers en vísindamenn fundið það út að þrjú glös, hvorki meira né minna, á hverjum degi geti komið í veg fyrir myndun elliglapa og Alzheimers.
Ástæðan mun vera efnasamsetning í vínþrúgunum sem eru notaðar til að brugga þennan eðaldrykk, pinot noir og pinot meunier. Þær hafa víst afbragðs góð áhrif á heilann.
Ætla að prófa sig áfram með eldri borgurum
Professor Jeremy Spencer, einn þeirra sem tók þátt í rannsókninni greindi frá niðurstöðum rannsóknarinnar sem var gerð á vegum Reading háskóla í Bretlandi. Hann sagði í viðtali við The Mail að niðurstöðurnar hefðu hreinlega verið dramatískar. Munurinn á minni þeirra sem skelltu í sig þremur glösum á dag, versus þeim sem sátu bara með molakaffið, hafi verið umtalsverður.
Vísindarannsóknir gerast auðvitað ekki mikið betri en þetta þó auðvitað sé það varla á færi neins eldriborgara að halda sér gangandi á þremur kampavínsglösum á dag! Það kostar.
Ef þú skyldir eiga í vandræðum með að velja tegund þá mælum við svo sannarlega með þessari. Bollinger er algjör eðal drykkur og hægt er að kaupa sér glas m.a. á Apótekinu og kaffihúsinu í Listasafni Íslands.