Fregir herma að dagleg kampavínsdrykkja geti komið í veg fyrir elliglöp og Alzheimers en vísindamenn fundið það út að þrjú glös, hvorki meira né minna, á hverjum degi geti komið í veg fyrir myndun elliglapa og Alzheimers.
Ástæðan mun vera efnasamsetning í vínþrúgunum sem eru notaðar til að brugga þennan eðaldrykk, pinot noir og pinot meunier. Þær hafa víst afbragðs góð áhrif á heilann.
Ætla að prófa sig áfram með eldri borgurum
Professor Jeremy Spencer, einn þeirra sem tók þátt í rannsókninni greindi frá niðurstöðum rannsóknarinnar sem var gerð á vegum Reading háskóla í Bretlandi. Hann sagði í viðtali við The Mail að niðurstöðurnar hefðu hreinlega verið dramatískar. Munurinn á minni þeirra sem skelltu í sig þremur glösum á dag, versus þeim sem sátu bara með molakaffið, hafi verið umtalsverður.
Vísindarannsóknir gerast auðvitað ekki mikið betri en þetta þó auðvitað sé það varla á færi neins eldriborgara að halda sér gangandi á þremur kampavínsglösum á dag! Það kostar.
Ef þú skyldir eiga í vandræðum með að velja tegund þá mælum við svo sannarlega með þessari. Bollinger er algjör eðal drykkur og hægt er að kaupa sér glas m.a. á Apótekinu og kaffihúsinu í Listasafni Íslands.
Hvað um það… Við erum farnar með ömmu til Bretlands. Sjáumst!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.