Þú þekkir það eflaust að vera stressuð en þekkirðu afleiðingar þess að vera undir of miklu álagi?
Að vera undir miklu álagi getur stundum verið hvetjandi eða valdið mikilli streitu.
Þegar álagið verður svo mikið að þú ræður ekki lengur við það, þá getur það sest á bæði sálina og líkamann.
Hjá mér virkar þetta þannig að ef ég er ekki undir neinu álagi þá leggst ég oft bara í leti og verð einstaklega afkastalítil en um leið og það kemur smá pressa og álag þá fer ég á svaka flug og fíla mig vel.
Þetta er í raun spurning um að halda jafnvægi, þekkja sína getu og þol gagnvart álagi.
Við stressandi aðstæður framleiðir líkaminn hormónið cortisol, en of mikið magn af því í blóðinu getur haft neikvæðar afleiðingar.
Of mikið cortisol, í langan tíma, getur eyðilagt frumur í drekanum (hippocampus), sem er svæði í heilanum þar sem mikil starfsemi fyrir minni fer fram, við þetta getur hæfnin til að læra nýja hluti orðið skert.
Cortisol hækkar einnig blóðsykurinn sem gæti valdið hjarta- og æðasjúkdómum, og líka útbrotum eða bólum í húð. Það virkjar ósjálfráða taugakerfið og dregur úr virkni ósjálfráða taugakerfisins sem sér um alla eðlilega líkamsstarfsemi.
En hvað er það sem triggerar þessa streitu (og hækkar minnislausa bóluvaldandi cortisol magnið) og hvernig getur þú minnkað það?
Eftirfarandi eykur cortisol framleiðslu:
– Áfall
– Veirusýkingar
– Koffín
– Of lítill svefn
– Átröskun
– Mikil þolþjálfun, magn fer þó niður aftur eftir máltíð
– Of lítið magn af kaloríum
– Óhóflegt magn áfengis
– Mettaðar- og transfitusýrur
Eftirfarandi minnkar cortisol:
– Omega 3 fitusýrur
– Nuddmeðferð
– Hlátur
– Svart te jafnar út magnið í líkamanum eftir hækkandi magn
– Að dansa reglulega
– Regluleg hreyfing
– Auka trefja magn í matarræði
– Hugleiðsla, jóga
– Slakandi tónlist
Dæmigerð einkenni streitu
Andleg:
– Pirringur
– Depurð
– Mikill óróleiki, erfitt að vera kyrr
– Minnis vandamál
– Einbeitingarskortur
Líkamleg:
– Vöðvabólga
– Ógleði
– Svimi
– Minni kynhvöt
– Kuldaköst
– Hraðari hjartsláttur
– Meiri/minni matarlyst
Augljóslega er alls ekki gott fyrir líkamann að vera undir of mikilli streitu í of langan tíma, svo vertu bara slök á kantinum.
Andaðu inn og út, stundaðu hugleiðslu, dansaðu, kelaðu og vertu með mataræðið á hreinu og þá munu cortisol púkarnir láta þig alveg í friði 😉
Krabbastelpan Eva Rós er fædd árið 1989, á tvö börn og góðan mann. Eva er mikill áhugamaður um hverskyns gamanmál en einnig uppeldi, ferðalög, heilsu, líkamsrækt, vín, matreiðslu, veisluhöld, kokteilagerð og góða þjónustu. Mottó Evu í lífinu er einfalt: Hver er sinnar gæfu smiður