Bandaríska fyrirsætan Chrystal Renn frumsýndi nýjan og grannan vöxt við Metropolitan Óperuna í New York í gær en fyrirsætan var eitt sinn þekkt og rómuð fyrir ávalar línur, enda starfaði hún í ‘plus-size’ geiranum.
Fyrirsætan, sem er 25 ára, er nú nánast óþekkjanleg frá því útliti sem skaut henni enn lengra upp á stjörnuhimininn.
Hún var í fallegum gullslegnum kjól sem var ber niður bakið, hárið tekið upp, kinnbeinin áberandi og grannt mittið undirstrikaði nýja holdafarið.
Chrystal hefur þurft að sæta mikilli gagnrýni fyrir að hafa grennst og hún segir að magir hafi reynt að skella sökinni á eitthvað eða einhvern. Sjálf segist hún mjög sátt við útlit sitt og líkama eins og hann er og bendir á að heilsa og holdafar sé einkamál hvers og eins.
Þegar Chrystal var á hátindi frægðarinnar sem +módel sagði hún:
“Ég vil ekki að ungar konur haldi að eina leiðin til að vera falleg sé að vera grönn. Fegurð er ekki fólgin í buxnastærð. Ég er þekkt fyrir líkama minn og ég er stolt af líkama mínum.”
Lestu HÉRNA meira um Chrystal Renn og hvort það skipti máli að vera feit, mjó eða ‘passleg’.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.