Það er okkur öllum eðlilegt að teygja úr líkamanum. Ef þú hefur setið lengi í sömu stellingu teygirðu stundum alveg ósjálfrátt úr þér og það sama gildir eftir nætursvefninn.
Flest spendýr teygja úr sér eftir hvíld. Það er bara mannskepnan sem vill stundum gleyma því.
Teygjur eru mikil heilsubót enda liðka þær vöðvana og auka til þeirra blóðflæði. Þegar við eldumst stirðna vöðvarnir og oft eigum við erfiðara með ákveðnar hreyfingar.
Hvort sem þú æfir líkamsrækt eða ekki gera teygjur þér alltaf gott. Prófaðu að standa á gólfinu þegar þú vaknar og teygja hressilega úr skrokknum með hendurnar vel yfir höfði. Teygðu úr ristinni og handleggjunum. Ruggaðu mjöðmunum og teygðu úr kálfunum.
Ekki gleyma hálsinum en þar verða margir stirðir við að sitja fyrir framan tölvu í ótal stundir.
Ef þú venur þig á reglubundnar teygjur muntu gera líkama þínum gott og hann mun launa þér það með liðleika og styrk fram eftir aldri.
Æfir þú líkamsrækt reglulega skaltu teygja á vöðvunum milli æfinga. Og gott er líka að teygja líka fyrir og eftir æfingar. Jógatímar eru góðir fyrir þau sem vilja taka teygjurnar skrefi lengra en best er að venja sig á að teygja úr sér reglubundið yfir daginn og halda þeim vana út lífið.
Teygðu þig! Það borgar sig.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.