Armbeygjur er ein besta æfing sem allir vilja geta gert vel. Þær eru hinsvegar fyrst og fremst erfiðar vegna þess að við gerum þær of sjaldan!
Æfingin skapar meistarann. Hér koma góðar æfingar sem hjálpa okkur í að verða góðar í armbeygjum. Þú eyðir ca 10 mín á viku í að þjálfa þig í armbeygjum og eftir nokkrar vikur þá finnur þú gríðarlegan mun.
- Notaðu vegginn og ýttu á móti með þinni eigin mótstöðu. Gerðu 2-3 sett af 15 endurtekningum. Þegar þú finnur að þetta er létt mál þá ferðu á næsta stig.
- Notaðu upphækkun fyrir framan þig t.d. stiga eða gluggasillu. Þú sígur niður og gerir 2-3 sett af 15 endurtekningum, lækkar svo upphækkunina og gerir þetta erfiðara. Með upphækkun fyrir efri hlutann hjálpar þú við þyngdarmótstöðuna. Þú ert í átt að lágréttri stöðu líkamans.
- Nú ertu tilbúin að prófa armbeygjur og að geta gert 4-6 armbeygjur í lágréttri stöðu er góð byrjun. Armbeygjur á hnjám minnkar vogar arminn sem við þurfum að yfirvinna og því gott að klára fjöldann þannig. Mikilvægt er að dreifa þyngdinni á allan líkamann. Þú notar kvið og bak til að halda á móti niður og spennir kvið og bak til að toga þig upp. Þyngdin á ekki bara vera fyrir efri hlutann, með æfingu finnum við hvernig hægt er að dreifa þyngdinni á allan líkamann.
- Plankastaða er undirbúningur fyrir armbeygjur, haltu plankastöðunni í 20 sek, auka síðan smá saman um 10 sek þar til þú ert komin í 60 sek. Dreifðu þyngdinni á allan líkamann og þú finnur hvernig þú styður við bak og kvið.
- Ef þú átt æfingabolta þá er gott að leggja mjaðmirnar á boltann og halla sér fram í armbeygjum, gerir 2-3 sett af 15 endurtekningum.
- Nú ertu tilbúin að færa boltann nær fótum en mundu að passa alltaf bakið og spenna kviðinn þegar þú ferð upp.
- 10-15 mínútur á viku í þessar æfingar og þú finnur strax mun eftir 2-3 vikur!
Þú getur farið eftir myndunum hér fyrir neðan!
Guðbjörg er iþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands. Hún hefur verið í líkamsræktarbransanum frá því árið 1989. Alltaf tilbúin að taka að sér krefjandi verkefni. Haldið ýmis þjálfaranámskeið fyrir þolfimikennara og einkaþjálfara auk þess að vera stundakennari við HR íþróttafræði. Undanfarin 19 ár hefur hún starfað með Agústu Johnson en nú hefur hún stofnað sitt eigið fyrirtæki, G fit heilsurækt og elskar að taka þátt í vellíðan fólks og upplifa árangur í líkamsrækt. Guðbjörg á skilningsríkan eiginmann og þrjú yndisleg börn.