Reyndu að borða fituríkan fisk á borð við lax tvisvar til þrisvar í hverri viku.
Lax er stútfullur af heilnæmri Omega 3 fitu sem geta meðal annars breytt áhrifum hormóns að nafni leptin á líkama þinn. Leptin stjórnar orkuupptöku og brennslu og er þar af leiðandi mikilvægt þegar kemur að því að auka hraðann á efnaskiptum.
Renndu við í næstu fiskbúð og útbúðu svo góðan ofnbakaðan lax fyrir fjölskylduna í kvöldmat.
Gott er að krydda með sítrónpipar og grilla laxinn í lokuðum álpappír á 200 í 10-15 mínútur.
Bera svo fram með kúskús, gufusoðnu spínati og t.d. sósu frá Saffran sem hægt er að kaupa í næstu matvörubúð.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.