Margir halda því fram að til þess að grennast sé nauðsynlegt að borða morgunmat á hverjum einasta degi. Öðruvísi fari brennslan ekki í gang og þar með verður erfiðara að losna við aukakílóin.
Það eru ótal margir valkostir fyrir góðan morgunverð og betra er að hann innihaldi svolítið prótein og ríkulega af góðum kolvetnum til að koma orkunni í gang fyrir daginn. Það er enginn sem segir að morgunmaturinn þinn verði að vera leiðinlegur og óspennandi, það er gaman að breyta út af vananum og prófa eitthvað nýtt.
Hér eru nokkrar hugmyndir að því sem þú getur prófað að byrja daginn á… allt meiriháttar girnilegt að okkar mati:
1. HAFRAGRAUTUR
Þú þarft ekki annað en setja hafra í skál og hella yfir heitu vatni, láta standa í svolitla stund, bragðbæta með hunangi, kanil, banana, rúsínum eða hverju sem þér finnst gera hann betri. Svo er bara að njóta. Mmmm… orkan mun endast fram að hádegi.
2. VÖFFLUR
Vöfflur er hægt að borða í hollri spelt útgáfu og þær þurfa alls ekki að vera með rjóma og sultu. Prófaðu að hræra saman í vöffludeig um kvöldið og skella í vöfflujárnið um morgunin. Settu hnetusmjör á vöffluna, bláber yfir kreistu saman og borðaðu sem einskonar ‘taco’. Namm namm, tilvalið um helgar!
3. MORGUNVERÐAR BURRITO
Gerðu eggjahræru úr þremur eggjahvítum og einni rauðu, steiktu með sprey-feiti á miðlungs hita með uppáhalds grænmetinu þínu og borðaðu í heilhveiti tortillu. Dreifðu smá fitulitlum osti yfir og mmm… þvílík leið til að byrja daginn!
4. GRÍSK JÓGURT
Settu svolítið múslí í botninn á fallegu glasi, hrærðu saman grískri jógúrt og t.d. kókosjógúrt frá BioBú og settu yfir. Toppaðu svo með bláberjum og jarðarberjum og njóttu stundarinnar. Þetta er meira eins og desert en morgunmatur. Alveg dásamlegt.
5. FITNESS PÖNNUKÖKUR
Líkt og með vöfflurnar þá er vel hægt að gera dásamlegar og dúndurhollar pönnsur á morgnanna. Blandaðu saman í ‘blender’
- 1 bolli hafrar
- 1/2 bolli kotasæla
- 2 egg (annaðhvort tvö lítil eða eitt stórt)
- 1 banani
- 1 lítil tsk kanill
- 1/2 tsk vanilludropar
- 1-2 msk hunang eða agave sýróp (fer eftir smekk)
- 1 skeið vanilluprótein
Allt hrært saman á fullu þar til allt er orðið mjúkt, dreift með ausu á bökunarpappír (s.s. litlar pönnsur mótaðar), sett inn í ofn á 160-175 í korter (þar til þær eru ljósbrúnar) og borið fram með osti.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.