Mikill fótur og fit varð uppi í Bandaríkjunum þegar til stóð að bólusetja unglingsstúlkur gegn HPV veirunni en sú getur m.a. orsakað leghálskrabbamein.
Ástæða látanna var sú að sumir foreldrar töldu að stelpurnar færu fyrr að stunda kynlíf, væru þær bólusettar með þessum hætti.
Nú hefur ný rannsókn sýnt fram á að bólusetningin hefur í raun ekkert að gera með það hvenær stelpur fara að stunda kynlíf fyrr en aðrar stelpur.
Í rannsókninni voru stelpurnar ekki spurðar út í kynlífsreynslu sína heldur var skoðað hvort þeim hefði verið ávísað getnaðarvörnum, hvort þær hefðu fengið kynsjúkdóma eða orðið barnshafandi.
Rannsóknin leiddi í ljós að mjög fáar stelpur sem höfðu verið bólusettar á aldrinum 11-12 ára höfðu sögu um slíkt en þær voru flestar orðnar 14-15 ára þegar rannsóknin fór fram og enginn munur var á þeim stelpum sem höfðu verið bólusettar og þeim sem höfðu ekki verið það. Rannsóknin ku vera léttir fyrir marga foreldra í Bandaríkjunum en um 1400 sjúkraskrár voru hafðar til hliðsjónar í rannsókninni. Nú hefur Lýðheilsustöð Bandaríkjanna mælt með því að bæði stúlkur og drengir verði bólusett fyrir veirunni á aldrinum 11-12 ára. Áður en þau byrja að stunda kynlíf.
Meira hér fyrir áhugasamar.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.