Það er sama hvar borið er niður, árangurinn ber þess vitni hvort við gerum hlutina vel eða illa.
Hvergi sést það betur en í ræktinni. Það er ekki hægt að æfa sig flottan ef mataræðið er ekki í lagi, það þarf að taka svolítið á því til að æfingarnar skili góðum árangri og það tekur langan tíma að byggja upp vel þjálfaðan líkama.
Borðað of mikið, of lítið, rangt fæðuval, of léttar æfingar, of einhliða æfingar, æft of sjaldan, of stutt, ómarkvissa einhvers staðar…..það má alltaf mæla í árangri.
Ef það kostar ekkert þá færðu ekkert.
Sviti, pína, eymsli, strengir, langanir í jukk (oft ruglað saman við svengd) smá svengd jafnvel, allt er þetta kostnaðurinn fyrir góðan árangur í ræktinni
Hið marg kveðna “beauty is pain” er ekki bull en á móti kemur að þegar maður hefur sæst við “painið” lærir þú að “pain is good” svo ég sletti nú bara.
Ranghugmyndir koma þér ekkert úr sporunum, þær eru bara til þess að friða samviskuna og latan líkama.
Kveðja,Linda Jónsdóttir, einkaþjálfari.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.