Avokadó (lárpera), ólífuolía, möndlur, hnetur, lax… allt eru þetta fæðutegundir sem innihalda það sem við köllum ‘góða’ fitu.
Öfugt við það sem margir halda er besta leiðin í baráttunni við bumbuna ekki að halda sig frá fitu. Reyndar er það rétt að best er að forðast herta dýrafitu en fyrir fólk sem á það til að fitna um miðjuna er skynsamlegra að einbeita sér að því að halda sig frá einföldum kolvetnum á borð við hvít hrísgrjón og brauð.
Og þar sem þetta fólk bregst almennt ekki vel við ‘fitusnauðu’ mataræði er gott að innbyrða gróft brauð og setja á það unaðssemdir á borð við avókadó, ólífuolíu eða svolítið af grófu, lífrænu hnetusmjöri.
Hin fullkoma brauðsneið gæti þannig verið ristað gróft sólkjarnabrauð með avókadó, ólífuolíu, smá sítrónu og chili flögum. Eða það sama með tómat, avókadó, örlitlu maldon salti og ólífu olíu.
Innbyrði maður of mikið af einföldum kolvetnum er hætt við að það hafi svokölluð jójó áhrif á blóðsykurinn og þar með á mataræðið í heild.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.