Langi þig að losna við nokkur leiðinleg aukakíló en telur þig ekki hafa tíma fyir úthugsaða megrunaráætlun er gott að byrja á byrjuninni. Morgunmatnum.
Ótal rannsóknir hafa sýnt fram á að fólk sem byrjar daginn á staðgóðum morgunverði er yfirleitt grennra en fólk sem telur sig ekki hafa tíma til að borða morgunmat.
Byrjaðu daginn á því að fá þér kolvetna og próteinríkan mat.
Þetta þarf alls ekki að vera flókið, til dæmis geturðu fengið þér samloku með salati, kjúkling og léttum smurosti ásamt glasi af appelsínusafa eða hafragraut með súkkulaðipróteini.
Það er ekkert einfaldara:
Þú sýður vatn. Lætur dl af hafragraut í skál ásamt matskeið af súkkulaðipróteini og tvo til þrjá desilítra af vatni með. Hrærir þessu vel saman og lætur bíða í 3-5 mínútur þar til grauturinn verður mátulega þykkur. Bætir svo út á nokkrum bananasneiðum , berjum eða öðrum góðum bragðbæti og þú ert komin með ómótstæðilega góðan morgunmat sem jafnvel börnin elska.
Einnig er hægt að gera hefðbundin hafragraut og sjóða eitt til tvö egg með. Taktu svo próteindrykk og epli með í vinnuna og þá er hálfur sigurinn unninn.
Með því að byrja daginn á morgunverði ertu að ræsa meltinguna og þar með auka brennsluna.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.